Færsluflokkur: Bloggar

Verkefnavinnla og próflestur

Nú er komið að því að taka sér tak, setja sig í startholur og fara að vinna. Það er með ólíkindum hvað maður getur verið á kafi í allskonar pælingum. Þá er gott að hugsa sem svo að allt taki enda, og mikið rosalega verður gaman þegar allt er búið. Útsrift 21. des. Gaman gaman.  

Komin heim frá Valencia

Við stelpurnar áttum yndislega daga í Valencia ásamt Sólveigu Hauks og Guðrúnu Narfa. Þegar við lentum á Spáni tók á móti okkur þvílíkt úrhelli engin okkar hafði upplifað annað eins enda ekki sktítið það hafði ekki riggnt svona mikið í fimmtíu ár. Það var bókstaflega allt á floti. Strags eftir fyrsta sólahringinn fengum við flott veður það sem eftir var af tímanum, sem við nýttum mjög vel í allskonar skoðunarferðir og nutum þess að borða góðan mat. Svo er nú það sem oft vill ske þegar margar ofurhressar konur eru samankomnar sem ættla ekkert að versla og hafa það bara voða kósy, það stóðst náttúrulega ekki og ótrúlegt hvað okkur tókst að koma miklu í verk í búðarápinu. Sumar okkar þurftu að kaupa sér auka tösku til að komast heim með varninginn. En það er nú alltaf gott að koma heim, og nú tekur við mikil verkefnavinna og próflestur.Ættli það sé ekki best fyrir mann að snúa sér að bókunum núna. Bless bless.    


Hugrenningar.

Ég er búin að hugsa mikið um hvernig best sé að skipurleggja tímann, það eru svo mörg verkefni framundan hjá mér í skólanum. Þetta er önnur færslan mín, Svanhildur tölvukennari hjálpaði okkur að opna Bloggsíðu og er það eitt af verkefnunum hjá henni. Kennarinn kom með frábæra hugmynd um daginn þar sem hún lét okkur sjálfar skipta okkur í tvo hópa, þá ætti hver hópur að geta unnið á þeim hraða sem hentar. Við skólasystur erum að fara til Valensía 11 okt í fjóra daga og ættlum við okkur að koma endurnærðar til baka fullar af orku og bjartsýni. Sólin skín núna fallegt veður, þetta er svona smá upphitun fyrir ferðina til Spánar. Ég læt þessa færslu nægja í bili og skrifa svo aftur síðar. Bless bless. 


Fyrsta færsla

Ég er mjög sátt við sumariðsem var að líða.Yndislegt veður og mikið um að vera sem gleður mann.Ég get nú bara nefnt það að ég hef ekki verið eins dugleg í mörg ár að vera útivið og njóta veðurblíðunnar eins og síðastliðið sumar.

Um bloggið

ninajons

Höfundur

Nína Sólveig Jónsdóttir
Nína Sólveig Jónsdóttir
Nemandi í framhaldsnámi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband